9.5.2007 | 23:16
Viðburðarríkir dagar...
Hehemmm... soldið langt síðan ég dritaði niður einhverjum orðum hérna síðast.
Það má segja að margt hafi á daga mína drifið síðan síðasta færsa var skrifuð. Í fyrsta lagi er ég komin með íbúð á leigu, eða öllu heldur innréttaðan bílskúr í Vesturbæ Kópavogs. Leigan rakar af mér hálfan launaseðilinn á mánuði, en ég er að vona að það sé þess virði. Ég er byrjuð í fullri vinnu í Dýralandi í Mjódd og líkar bara ágætlega. Fróði kemur með mér í vinnuna og yfirleitt er þetta frekar rólegt. Ég er svo að fá litlann, hann Sóma chihuahua hvolp á laugardag, en hann mun búa með mér og Fróða um ókomin ár. Hann er mesta krútt í geimi og ég mun setja inn myndir af honum mjög fljótlega. Já, svo er það hann Fróði minn, hann var í geldingu á fimmtudag í síðustu viku. Erfið ákvörðun en ég vona að hún hafi tilætluð áhrif, annars fer ég til dýra og krefst þess að hann saumi kúlurnar aftur á hann. Nenei, ég bíð þolinmóð og vona að þetta hafi tilætluð áhrif, enda Fróði orðinn of Macho for his own good. Kata kom heim frá Ástralalíu í vikunni og mikið var gaman að hitta hana aftur. Hún hafði það víst gott úti og að vana fann hún þar stórskrýtið fólk til þess að umgangast.
Semsagt, smásona að frétta.... en ég ætla ekki að kæfa ykkur alveg svo ég læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 12:59
Í húsnæðisleit
Jæja, það er vægast sagt mikið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Ég hef ekki fengið svar enn frá Dýralandi, en það eru góðar líkur á að ég fái að fara í 100% vinnu þar á næstunni Ég held allavega í þá von og get vart beðið eftir að fá svar. Litli krúsímúsi draumahundurinn verður 3 vikna á morgun og fljótlega ætla ég að kíkja í heimsókn til hennar Ólafar, hvort sem hann verður minn eða ey
Ég og Sólrún erum báðar í góðum gír að undirbúa Hollywood partý í kvöld Við höfum átt mjög gott samtal og ég hef tekið ákvörðun að fara að leigja annarstaðar, þar sem ég er nú í stöðu til að geta farið að búa ein. Svoleiðis að nú er leitin hafin að hundavænni íbúð, helst með sérinngangi í Reykjavík og auðvitað nauðsynlegt að hundar séu leyfilegir. Það eru þegar nokkrar sem koma til greina og planið er að flytja út á næstu mánuðum. Ég hlakka rosalega til og er þakklát Guði fyrir hvernig Hann hefur hagað hlutunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 12:19
Í atvinnuleit
Jæja, það er víst ekki seinna vænna að koma með bloggfærslu hingað inn Ég hef nú ekki verið að bralla nein ósköp. Nema ég ákvað að fresta náminu mínu þar til næsta haust á meðan ég er að takast á við kvíða, sem mér tekst vonandi að sigrast á núna í eitt skipti fyrir öll, tja með smá hjálp að sjálfsögðu Svoleiðis að eins og málin standa nú í dag er ég í leit að vinnu þar sem loðnir ferfætlingar eru velkomnir (þá er ég að tala um hundinn minn, ekki mig). Vonandi fæ ég bara að vinna meira í Dýralandi, en það kemur í ljós á næstu dögum. Ég hef ákveðið að orð dagsins sé: "Fel Drottni vegu þína og hann mun vel fyrir sjá." Svoleiðis að þetta er allt saman í góðum höndum
Fróða hefur tekist að draga mig út í hartnær hvaða veður sem er. Það var nú reyndar sól og blíða í gær þrátt fyrir frostið og snjóinn. Fróða hætti þó að lítast á blikuna þegar snjórinn lét undan þunga hans svoleiðis að ekkert stóð uppúr snjóskaflinum nema hvítt, loðið skott. Hann brá því á það ráð að ganga í fótspor mín (í fyrsta og eflaust eina skiptið sem það mun gerast). Þegar hann fór svo að hnerra ískyggilega mikið gafst ég upp og hélt á honum yfir á öruggara undirlag.
Nala er í sveitinn núna, ég og Sólrún fengum áfall þegar við áttuðum okkur á að ófrjósemissprautan sem hún fékk fyrir mánuði síðan virkaði ekki. Því eru yfirgnæfandi líkur á að þetta litla hvolpaskott sé hvolpafullt Þegar hún hefur klárað lóðaríið fær hún fóstureyðingasprautu, enda ekki hægt að leggja á þennan unga kropp að ala hvolpa. Ég er alveg miður mín yfir þessu öllu saman, en er samt á því að þetta er rétta lausnin. Það er þó gott að þetta skyldi koma í ljós, þó seint væri og útskýrir margt varðandi hegðun Fróða undanfarið. Hann er búinn að vera svo uppfullur af hormónum uppá síðkastið að ég bíð bara eftir að þeir fari að leka útum eyrun á honum.
Þetta verður að duga í bili, en ég lofa að vera fyr á ferðinni með næstu færslu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 00:31
Blíðviðri
Jæja, undanfarna daga hefur veðrið leikið við okkur hérna á klakanum (allavega að mínu mati). Það er starfsvika í skólanum svo ég hef verið dugleg að fara með hundana (og Sólrúnu) út að njóta veðurblíðunnar. Myndavélin hefur iðulega verið á lofti í þessum göngum svo það var nottla um að gera að skella þeim á netið, nánar tiltekið www.frodo.dyraland.is svo endilega kíkja þangað
Fróði að sleikja ísinn að Rauðavatni
Fróði og Nala á Þingvöllum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2007 | 14:25
Spenningur
Jæja, ég er búin að vera að farast úr spennu síðustu daga. Trúi varla að ég sé raunverulega að fara að fá draumahvolpinn. Ég á vonandi möguleika á að fá úr tilteknu goti sem mér finnst afskaplega spennandi, en tíminn verður að leiða það í ljós. Námið hefur óneitanlega fallið soldið í skuggann undanfarið, en það lagast.
María, stóra siss, á afmæli á sunnudaginn og ég sendi henni afmælisgjöfina í gær. Vildi ég væri á leiðinni yfir hafið með henni (þ.e. gjöfinni) og gæti knúsað hana á afmælisdaginn.
Annars tókst mömmu að plata mig til að vera með vitnisburð á YD KFUK í kvöld, svo ég verð víst að finna upp á einhverju gáfulegu að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 11:26
Hundaæði
Jæja, nú er sko kominn tími til að skrifa smá.
Ég hef nú löngum verið með hundana á heilanum, en nú virðist tilveran bara snúast um þá. Um helgina var smáhundakynning í Garðheimum og ég var með Fróða til sýnis nær allan laugardaginn, sem var mjög gaman. Hann stóð sig ofsa vel, en var orðinn ansi þreyttur á öllu þessu knúsi á endanum. Litla bjútíið mitt bræddi að sjálfsögðu mörg hjörtu Ég er búin að fara í ófár göngur með Kristínu og Fjólu Chihuahua eigendum og er nú loks orðin nógu heilaþveginn til að leita að svoleiðis hvolpi. Ég sendi mail á tengilið tjúadeildarinnar í HRFÍ og svo einnig á aðra konu sem er með mjög fallega Chihuahua ræktun. Ég komst svo að því í gær að hún bjó í íbúðinni hennar Sólrúnar, þ.e. þar sem ég bý núna. Já, Ísland er bara lítið.
Aumingja Sólrún situr nú uppi með hundaóðan leigjanda. Rétt byrjuð að biðja um leyfi fyrir Nölu þegar ég vil fá annan hund En við töluðum við nokkra í gær og hljóðið í þeim var mjög gott, enda reynum við að sjá til þess að sem minnst truflun verði af ferfættu vinum okkar.
Ég er annars byrjuð að skrifa nöfn sem kæmu til greina á síðhærðan tjúa rakka. Hér eru nokkur:Máni, Tumi, Trölli, Fígó, Kasper, Grettir og Emil.
Bloggar | Breytt 5.3.2007 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 00:37
Ganga í blíðviðrinu
Þá er þessi dagur að líða undir lok og ég með. Ég fór í skólann í dag og eftir heiðarlega tilraun til að skrifa niður allt sem kom útfyrir varir kennaranna sit ég uppi með glósur sem ég nenni aldrei að lesa og sinaskeiðabólgu í vísifingri hægri handar. Þegar ég kom svo heim úr skólanum fékk ég þá brilliant hugmynd að ég og Sólrún ættum að skella okkur uppá Rauðavatn og fara í lausagöngu með hundana. Þegar við mættum á svæðið tók á móti okkur labrador. Mér til ómældrar ánægju, eða þannig, sat eigandi hans inní vel upphituðum jeppa og skeitti ekkert um að fjarlægja hundinn svo hann myndi ekki valda okkur ónæði, sem hann gerði og vel það. Fróði byrjaði nottla strax að rífa sig og ég sneri mig næstum úr hálslið þegar ég reyndi að grípa í hnakkadrambið á honum þar sem hann stóð á afturloppunum í aftursætinu og hvæsti á hann "NEI." Þegar við komum okkur loks útúr bílnum tók við fótum okkar kalt slabb og svell þar á milli. Við örkuðum áfram, Sólrún í Puma skóm, göngustíginn og eigendalausi labradorinn elti okkur spölkorn, en sneri sem betur fer við að lokum til síns duglausa eiganda. Fróði er nú í strangri innkallsþjálfun og var því með 20 metra spotta áfastan við hálsólina sína. Þar sem aðstæður voru sem verst verður á kosið gekk æfingin vægast sagt herfilega, og Fróði þverneitaði að taka þátt í þessari vitleysu, enda jörðin alltof blaut til að setjast á hana! Ég og Sólrún tókum fyrstu skynsamlegu ákvörðun dagsins á þeim tímapunkti og snerum við. Á leiðinni aftur að bílnum ákváðu Nala og Fróði að smá eltingaleikur milli trjánna væri við hæfi og á meðan fengum ég og Sólrún það verkefni að losa spottann hans Fróða úr þeim trjám sem hann flækti hann í, eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Þótt ótúlegt megi virðast komumst við heim í heilu lagi, fyrir utan dofna putta og tær. Það sem eftir lifði kvölds lá ég í sófanum með teppi yfir mér og nartaði í súkkulaðirúsinur með góða guðfræðiskruddu sem félagsskap.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 11:22
Nóg að gera...
Jæja, loksins að maður nennir að skrifa eitthvað.
Það er ýmislegt búið að ganga á hjá mér núna, skólinn er byrjaður, fyristi YD KFUK fundurinn er í dag svoleiðis ég þarf að undirbúa hann. Ég hugsa að allur Hallormsstaðarskógur hafi verið hogginn til að skaffa blöð í allar bækurnar sem þarf að lesa í Guðfræðinni. Ég er rétt búin að lesa einn kafla í einni bók og hryllir við hversu lág prósenta þessar örfáu blaðsíður eru af því sem ég ætlaði að lesa um helgina. En þetta er mjög áhugavert efni og ég vona ég geti sokkið mér ofan í þetta.
Í dag fer ég með Fróða aftur í Einkatíma hjá Ástu Dóru. Búrþjálfunin hefur gengið vonum framar og litli kallinn minn farinn að geta verið einn heima, í smá tíma í senn. Í dag verður gerð tilraun til að útskýra fyrir honum að orðið "komdu" þýðir ekki "Run for your life"
Jæja, þá er það kafli 2...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 13:23
Hundalíf
Enn einn dagurinn sem hófst á því að Fróði vakti mig með gelti. Hann hafði greinilega heyrt í Nölu fyrir utan dyrnar og vildi ólmur komast út. Klósettpappírinn er af skornum skammti þessa dagana, enda er Nala dugleg að auka við notagildi hans. Í dag meig hún í nýja bælið sitt, Sólrúnu til ómældrar ánægju. Ég hef ákveðið að vera iðjuleysingi í dag, enda nær engin verkefni sem bíða mín, allavega engin sem ég nenni að takast á við í dag... fyrir utan að sjálfsögðu hundapössun. Játning dagsins er að Fróði svaf uppí hjá mér í nótt þrátt fyrir skýr fyrirmæli Ástu Dóru í Gallerí Voff. Ég skil bara ekki til hvers að eiga svona mjúkan og loðinn hitapoka ef ekki til að ylja manni um tærnar á næturna.
Skólinn byrjar eftir helgi, sá raunveruleiki á enn eftir að hellast yfir mig. Spurning að fara að dusta rykið af hjólinu og heilanum í leiðinni. Ætlunin er að sjálfsögðu að hjóla HÍ og spara bensínpeninga svo ég geti notað þá í einhverja vitleysu í staðinn. Jæja, þessi skrif eru aðeins of mikil athafnasemi fyrir iðjuleysingjadaginn minn, held ég verði að fara hætta þess og gera ekki neitt, áður en þetta fer að reyna á mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 22:40
Fróði og Nala
Hérna eru þau saman þessar elskur... eru þau ekki bara sætust?
Það er búið að vera svaka stuð á heimilinu núna enda eru þau gjörsamlega óþreytandi í leik. Fyrir ykkur sem ekki vitið er Nala vinstra megin og Fróði hægra megin.
Nú stöndum við Sólrún í ströngu að búrvenja þessar litlu rúslur. Þau eiga sitt búrið hver, en það var greinilega peningasóun þar sem þeim líkar best að kúra saman inni í einu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar