Hundalíf

Enn einn dagurinn sem hófst á því að Fróði vakti mig með gelti. Hann hafði greinilega heyrt í Nölu fyrir utan dyrnar og vildi ólmur komast út. Klósettpappírinn er af skornum skammti þessa dagana, enda er Nala dugleg að auka við notagildi hans. Í dag meig hún í nýja bælið sitt, Sólrúnu til ómældrar ánægju. Ég hef ákveðið að vera iðjuleysingi í dag, enda nær engin verkefni sem bíða mín, allavega engin sem ég nenni að takast á við í dag... fyrir utan að sjálfsögðu hundapössun. Játning dagsins er að Fróði svaf uppí hjá mér í nótt þrátt fyrir skýr fyrirmæli Ástu Dóru í Gallerí Voff. Ég skil bara ekki til hvers að eiga svona mjúkan og loðinn hitapoka ef ekki til að ylja manni um tærnar á næturna. 

Skólinn byrjar eftir helgi, sá raunveruleiki á enn eftir að hellast yfir mig. Spurning að fara að dusta rykið af hjólinu og heilanum í leiðinni. Ætlunin er að sjálfsögðu að hjóla HÍ og spara bensínpeninga svo ég geti notað þá í einhverja vitleysu í staðinn. Jæja, þessi skrif eru aðeins of mikil athafnasemi fyrir iðjuleysingjadaginn minn, held ég verði að fara hætta þess og gera ekki neitt, áður en þetta fer að reyna á mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kolbeinsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Fátækur námsmaður sem dreymir um einbýlishús fyllt af hundum og bókahillum...

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Fróði í bælinu sínu
  • Hausmynd
  • Fróði og Nala 019
  • Fróði og Nala 018
  • Gaman í blíðviðinu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband