24.1.2007 | 00:37
Ganga í blíðviðrinu
Þá er þessi dagur að líða undir lok og ég með. Ég fór í skólann í dag og eftir heiðarlega tilraun til að skrifa niður allt sem kom útfyrir varir kennaranna sit ég uppi með glósur sem ég nenni aldrei að lesa og sinaskeiðabólgu í vísifingri hægri handar. Þegar ég kom svo heim úr skólanum fékk ég þá brilliant hugmynd að ég og Sólrún ættum að skella okkur uppá Rauðavatn og fara í lausagöngu með hundana. Þegar við mættum á svæðið tók á móti okkur labrador. Mér til ómældrar ánægju, eða þannig, sat eigandi hans inní vel upphituðum jeppa og skeitti ekkert um að fjarlægja hundinn svo hann myndi ekki valda okkur ónæði, sem hann gerði og vel það. Fróði byrjaði nottla strax að rífa sig og ég sneri mig næstum úr hálslið þegar ég reyndi að grípa í hnakkadrambið á honum þar sem hann stóð á afturloppunum í aftursætinu og hvæsti á hann "NEI." Þegar við komum okkur loks útúr bílnum tók við fótum okkar kalt slabb og svell þar á milli. Við örkuðum áfram, Sólrún í Puma skóm, göngustíginn og eigendalausi labradorinn elti okkur spölkorn, en sneri sem betur fer við að lokum til síns duglausa eiganda. Fróði er nú í strangri innkallsþjálfun og var því með 20 metra spotta áfastan við hálsólina sína. Þar sem aðstæður voru sem verst verður á kosið gekk æfingin vægast sagt herfilega, og Fróði þverneitaði að taka þátt í þessari vitleysu, enda jörðin alltof blaut til að setjast á hana! Ég og Sólrún tókum fyrstu skynsamlegu ákvörðun dagsins á þeim tímapunkti og snerum við. Á leiðinni aftur að bílnum ákváðu Nala og Fróði að smá eltingaleikur milli trjánna væri við hæfi og á meðan fengum ég og Sólrún það verkefni að losa spottann hans Fróða úr þeim trjám sem hann flækti hann í, eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Þótt ótúlegt megi virðast komumst við heim í heilu lagi, fyrir utan dofna putta og tær. Það sem eftir lifði kvölds lá ég í sófanum með teppi yfir mér og nartaði í súkkulaðirúsinur með góða guðfræðiskruddu sem félagsskap.
Bloggvinir
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega rosa stuð. Ekkert smá pirrandi þetta fólk sem situr inni í bíl og lætur hundinn hlaupa á eftir honum en já bara láta hundinn húka fyrir utan bílinn. Rosalega skemmtun fyrir hundin eða hitt þó heldur.
Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:06
Hehe...hvaða sæti rass er þetta sem stendur svona út í loftið þarna á efri myndinni? Segi ekki meir...
ónefnd (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 22:20
Smá einkahúmor í gangi... Sem engum finnst fyndinn nema mér...
Sólrún (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.