Í húsnæðisleit

Jæja, það er vægast sagt mikið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Ég hef ekki fengið svar enn frá Dýralandi, en það eru góðar líkur á að ég fái að fara í 100% vinnu þar á næstunniSmile Ég held allavega í þá von og get vart beðið eftir að fá svar. Litli krúsímúsi draumahundurinn verður 3 vikna á morgun og fljótlega ætla ég að kíkja í heimsókn til hennar Ólafar, hvort sem hann verður minn eða ey InLove

Ég og Sólrún erum báðar í góðum gír að undirbúa Hollywood partý í kvöldBandit Við höfum átt mjög gott samtal og ég hef tekið ákvörðun að fara að leigja annarstaðar, þar sem ég er nú í stöðu til að geta farið að búa ein. Svoleiðis að nú er leitin hafin að hundavænni íbúð, helst með sérinngangi í Reykjavík og auðvitað nauðsynlegt að hundar séu leyfilegir. Það eru þegar nokkrar sem koma til greina og planið er að flytja út á næstu mánuðum. Ég hlakka rosalega til og er þakklát Guði fyrir hvernig Hann hefur hagað hlutunum.Halo  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Ásta Haraldsdóttir

Já, þetta var aldeilis fínt Hollywood partý þrátt fyrir mikið stress og læti...úff, maður!!

En ég vona bara að þér gangi vel að finna eitthvað gott húsnæði...það verður nú samt erfitt að finna betra húsnæði en það sem þú ert í nú þegar... -Smá djók...

En ég mun sakna ykkar rosa mikið, þið verðið að vera dugleg að kíkja í heimsókn svo Fróði og Nala geti leikið sér saman...

Sólrún.

Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:52

2 identicon

Já, þetta verður strembin leit ef ég á að finna eitthvað jafngott og hjá þér En engar áhyggjur, þú losnar ekkert við mig uppúr þessu

helgasmelga (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kolbeinsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Fátækur námsmaður sem dreymir um einbýlishús fyllt af hundum og bókahillum...

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Fróði í bælinu sínu
  • Hausmynd
  • Fróði og Nala 019
  • Fróði og Nala 018
  • Gaman í blíðviðinu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband