Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Spenningur

Jæja, ég er búin að vera að farast úr spennu síðustu daga. Trúi varla að ég sé raunverulega að fara að fá draumahvolpinnW00t. Ég á vonandi möguleika á að fá úr tilteknu goti sem mér finnst afskaplega spennandi, en tíminn verður að leiða það í ljós. Námið hefur óneitanlega fallið soldið í skuggann undanfarið, en það lagast.

María, stóra siss, á afmæli á sunnudaginn og ég sendi henni afmælisgjöfina í gær. Vildi ég væri á leiðinni yfir hafið með henni (þ.e. gjöfinni) og gæti knúsað hana á afmælisdaginn.Kissing

Annars tókst mömmu að plata mig til að vera með vitnisburð á YD KFUK í kvöld, svo ég verð víst að finna upp á einhverju gáfulegu að segja. Wizard


Hundaæði

Jæja, nú er sko kominn tími til að skrifa smá.

Ég hef nú löngum verið með hundana á heilanum, en nú virðist tilveran bara snúast um þá. Whistling Um helgina var smáhundakynning í Garðheimum og ég var með Fróða til sýnis nær allan laugardaginn, sem var mjög gaman. Hann stóð sig ofsa vel, en var orðinn ansi þreyttur á öllu þessu knúsi á endanum. Litla bjútíið mitt bræddi að sjálfsögðu mörg hjörtuInLove Ég er búin að fara í ófár göngur með Kristínu og Fjólu Chihuahua eigendum og er nú loks orðin nógu heilaþveginn til að leita að svoleiðis hvolpi. Ég sendi mail á tengilið tjúadeildarinnar í HRFÍ og svo einnig á aðra konu sem er með mjög fallega Chihuahua ræktun. Ég komst svo að því í gær að hún bjó í íbúðinni hennar Sólrúnar, þ.e. þar sem ég bý núna. Já, Ísland er bara lítið. 

Aumingja Sólrún situr nú uppi með hundaóðan leigjanda. Rétt byrjuð að biðja um leyfi fyrir Nölu þegar ég vil fá annan hundTounge En við töluðum við nokkra í gær og hljóðið í þeim var mjög gott, enda reynum við að sjá til þess að sem minnst truflun verði af ferfættu vinum okkar. 

Ég er annars byrjuð að skrifa nöfn sem kæmu til greina á síðhærðan tjúa rakka.Blush Hér eru nokkur:Máni, Tumi, Trölli, Fígó, Kasper, Grettir og Emil. Grin
 


Höfundur

Helga Kolbeinsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Fátækur námsmaður sem dreymir um einbýlishús fyllt af hundum og bókahillum...

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Fróði í bælinu sínu
  • Hausmynd
  • Fróði og Nala 019
  • Fróði og Nala 018
  • Gaman í blíðviðinu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband