Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Í húsnæðisleit

Jæja, það er vægast sagt mikið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Ég hef ekki fengið svar enn frá Dýralandi, en það eru góðar líkur á að ég fái að fara í 100% vinnu þar á næstunniSmile Ég held allavega í þá von og get vart beðið eftir að fá svar. Litli krúsímúsi draumahundurinn verður 3 vikna á morgun og fljótlega ætla ég að kíkja í heimsókn til hennar Ólafar, hvort sem hann verður minn eða ey InLove

Ég og Sólrún erum báðar í góðum gír að undirbúa Hollywood partý í kvöldBandit Við höfum átt mjög gott samtal og ég hef tekið ákvörðun að fara að leigja annarstaðar, þar sem ég er nú í stöðu til að geta farið að búa ein. Svoleiðis að nú er leitin hafin að hundavænni íbúð, helst með sérinngangi í Reykjavík og auðvitað nauðsynlegt að hundar séu leyfilegir. Það eru þegar nokkrar sem koma til greina og planið er að flytja út á næstu mánuðum. Ég hlakka rosalega til og er þakklát Guði fyrir hvernig Hann hefur hagað hlutunum.Halo  


Í atvinnuleit

Jæja, það er víst ekki seinna vænna að koma með bloggfærslu hingað innSmile Ég hef nú ekki verið að bralla nein ósköp. Nema ég ákvað að fresta náminu mínu þar til næsta haust á meðan ég er að takast á við kvíða, sem mér tekst vonandi að sigrast á núna í eitt skipti fyrir öll, tja með smá hjálp að sjálfsögðu Halo Svoleiðis að eins og málin standa nú í dag er ég í leit að vinnu þar sem loðnir ferfætlingar eru velkomnir (þá er ég að tala um hundinn minn, ekki mig). Vonandi fæ ég bara að vinna meira í Dýralandi, en það kemur í ljós á næstu dögum. Ég hef ákveðið að orð dagsins sé: "Fel Drottni vegu þína og hann mun vel fyrir sjá." Svoleiðis að þetta er allt saman í góðum höndumWink

Fróða hefur tekist að draga mig út í hartnær hvaða veður sem er. Það var nú reyndar sól og blíða í gær þrátt fyrir frostið og snjóinn. Fróða hætti þó að lítast á blikuna þegar snjórinn lét undan þunga hans svoleiðis að ekkert stóð uppúr snjóskaflinum nema hvítt, loðið skott. Hann brá því á það ráð að ganga í fótspor mín (í fyrsta og eflaust eina skiptið sem það mun gerast). Þegar hann fór svo að hnerra ískyggilega mikið gafst ég upp og hélt á honum yfir á öruggara undirlag. 

Nala er í sveitinn núna, ég og Sólrún fengum áfall þegar við áttuðum okkur á að ófrjósemissprautan sem hún fékk fyrir mánuði síðan virkaði ekki. Því eru yfirgnæfandi líkur á að þetta litla hvolpaskott sé hvolpafulltFrown Þegar hún hefur klárað lóðaríið fær hún fóstureyðingasprautu, enda ekki hægt að leggja á þennan unga kropp að ala hvolpa. Ég er alveg miður mín yfir þessu öllu saman, en er samt á því að þetta er rétta lausnin. Það er þó gott að þetta skyldi koma í ljós, þó seint væri og útskýrir margt varðandi hegðun Fróða undanfarið. Hann er búinn að vera svo uppfullur af hormónum uppá síðkastið að ég bíð bara eftir að þeir fari að leka útum eyrun á honum.W00t

Þetta verður að duga í bili, en ég lofa að vera fyr á ferðinni með næstu færsluBlush


Blíðviðri

Jæja, undanfarna daga hefur veðrið leikið við okkur hérna á klakanum (allavega að mínu mati). Það er starfsvika í skólanum svo ég hef verið dugleg að fara með hundana (og Sólrúnu) út að njóta veðurblíðunnar. Myndavélin hefur iðulega verið á lofti í þessum göngum svo það var nottla um að gera að skella þeim á netið, nánar tiltekið www.frodo.dyraland.is svo endilega kíkja þangaðWink

 Fróði að sleikja ísinn að Rauðavatni

 Ísmolinn minn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Fróði og Nala á Þingvöllum

 Flottust


Höfundur

Helga Kolbeinsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Fátækur námsmaður sem dreymir um einbýlishús fyllt af hundum og bókahillum...

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Fróði í bælinu sínu
  • Hausmynd
  • Fróði og Nala 019
  • Fróði og Nala 018
  • Gaman í blíðviðinu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband