Nóg að gera...

Jæja, loksins að maður nennir að skrifa eitthvað.

Það er ýmislegt búið að ganga á hjá mér núna, skólinn er byrjaður, fyristi YD KFUK fundurinn er í dag svoleiðis ég þarf að undirbúa hann. Ég hugsa að allur Hallormsstaðarskógur hafi verið hogginn til að skaffa blöð í allar bækurnar sem þarf að lesa í Guðfræðinni. Ég er rétt búin að lesa einn kafla í einni bók og hryllir við hversu lág prósenta þessar örfáu blaðsíður eru af því sem ég ætlaði að lesa um helgina. En þetta er mjög áhugavert efni og ég vona ég geti sokkið mér ofan í þetta.

Í dag fer ég með Fróða aftur í Einkatíma hjá Ástu Dóru. Búrþjálfunin hefur gengið vonum framar og litli kallinn minn farinn að geta verið einn heima, í smá tíma í senn. Í dag verður gerð tilraun til að útskýra fyrir honum að orðið "komdu" þýðir ekki "Run for your life"

Jæja, þá er það kafli 2...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kolbeinsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Fátækur námsmaður sem dreymir um einbýlishús fyllt af hundum og bókahillum...

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Fróði í bælinu sínu
  • Hausmynd
  • Fróði og Nala 019
  • Fróði og Nala 018
  • Gaman í blíðviðinu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband